28.04.2011 09:00

Álaborg ÁR 25

Í gær hóf ég að birta nokkrar gamlar myndir úr safni minu, myndir sem teknar er af ýmsum og mun ég halda því áfram a.m.k. í dag og svo eitthvað á næstunni í bland við annað. Mun saga viðkomandi skips fylgja með í stórum dráttum.


                     133. Álaborg ÁR 25 © mynd Snorrason

Smíðaður hjá V.E.B. Volkswerft, Brandenburg, Austur-Þýskalandi 196, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Var hann í hópi margra systurskipa sem mældust 101 tonna, en í dag er aðeins einn slíkur í útgerð hérlendis, en það er 13. Happasæll KE 94. Þessi endaði í pottinum í Danmörku 2008.

Hann bar eftirfarandi nöfn. Kambaröst SU 200, Bjarni Jónsson ÁR 28,  Álaborg GK 175, Álaborg ÁR 25, Trausti ÁR 80 og Trausti ÍS 111