26.04.2011 19:30

Meira um myndir Heiðu Láru af Queen Elizabeth

Albert Sigurðsson, í Breiðuvík eigandi Queen Elizabeth, sem Heiða Lára sendi mér myndir af um páskana og ég birti (og endurbirti nú), sendi mér eftirfarandi:

Góð síða hjá þér en við áhugamenn um báta eigum það til að gleyma okkur við að skoða myndir og annað efni,  kærar þakkir.

Ég er eigandi bátsins en vildi koma á því á framfæri að  skipasmiðurinn sem smíðaði bátinn heitir Björn Þ Björgvinsson í Hafnarfirði

Báturinn er smíðaður út mahony.

--
Kveðja

Albert Sveinsson

      - Þakka ég Alberti hlý orð í minn garð, en marga tölvupósta í þessa veru hef ég fengið að undanförnu, þó ég hafi kannsi ekki séð ástæðu til að birta hér. -

(símanúmer hans og netfang geymi ég)         Queen Elizabeth © myndir Heiða Lára, apríl 2011