22.04.2011 10:21

Mjallhvít og Jói Gísla

Eins og ég sagði frá í færslunni áðan, urðu menn í Grófinni hissa á bát sem þar var skorðaður í horni og náði lögreglan samband við eigandann, sem hafði í nótt komið með hann að vestan og þar sem mikið rok var réði hann ekki að koma honum í gott skjól. Þær skemmdir sem sáust á myndunum í morgun, höfðu því orðið á bátnum í nótt.
Þegar ég kom aftur út í Gróf var hann búinn að færa hann til og kom þá í ljós að Jóhannes Gíslason í Keflavík hafði keypt bátinn og mun ætla að fara á strandveiðar, eftir að hafa gert við skemmdirnar og umskráð bátinn.


                      7206. Mjallhvít ÍS 73, kominn á betri stað í Grófinni í Keflavík


     Jóhannes Gíslason eigandi bátsins við hlið hans í morgun © mynd Emil Páll, 22. apríl 2011