19.04.2011 12:34

Seldur innanbæjar í Grindavík

Þessi bátur sem er skráður með heimahöfn í Munaðarnesi á Ströndum, hefur verið í eigu einkahlutafélags í Grindavík og nú fyrir helgi var gengið frá sölu á öllu hlutafénu og þar með bátnum líka innanbæjar í Grindavík. Að sögn kaupandans er ráðgert að gera bátinn út á strandveiðar í sumar.
     6936. Sandvík ST 20, í Grindavík í morgun © myndir Emil Páll, 19. apríl 2011