11.04.2011 18:00

Gæskur kominn á sorphauga

Þó myndin sé ekki sérlega skörp enda rigning og myndavélin er sími Þorgríms Ómars Tavsen, er þetta samt söguleg mynd fyrir þær sakir, að hún sýnir gamla skólaskipið sem einu sinni hét Haftindur HF og nú síðast Gæskur og sökk í Reykjavíkurhöfn. Eftir að hafa staðið uppi á bryggju neðan Holtagarða var hann bútaður niður og hér sést einmitt á myndinni tvö stór stykki af bátnum.


          472. Gæskur, eða það sem er eftir af honum á ruslahaugum í Reykjavík © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 11. apríl 2011