08.04.2011 20:00

Magnús SH 205 í Njarðvík í þokunni

Eins og sést á myndunum hér fyrir neðan lék þokan stórt hlutverk í kvöld er Magnús SH 205 kom til Njarðvíkur að landa. Engu að síður tók ég þessa myndasyrpu og eru þær misgóðar eftir því hvernig þokan lét við mig.


                          1343. Magnús SH 205 leggst að bryggju í Njarðvík í kvöld
    Það er raunar þokunni að þakka eða kenna, hversu mis skarpar myndirnar eru, en stundum kom aðeins glufa og þá bjargaðist þetta að hluta til. Annars eru myndirnar af 1343. Magnúsi SH 205, sem var að koma inn til Njarðvíkur að landa, en hann var í dag norður af Garðskaga © myndir Emil Páll, 8. apríl 2011