01.04.2011 12:00

Á bryggjuspjalli

Þetta augnablik festi ég á mynd í gær í Njarðvikurhöfn og snýst um manninn sem er hálfur á kafi inni í bíl Fiskistofumanna. Sá er eins og margir þekkja af bílnúmeri hans, sá hinn sami og í vetur þaut úr góðu skipsplássi, vegna óánægju með uppgjörsmál og ætlaði síðan að ná sér niðri á útgerðinni með miklu blaðaviðtali í DV, en hvort það var að þekkingaleysi blaðamannsins, eða orðum viðkomandi, þá lak allt púður úr varðandi málið og því varð þetta ekki eins hörð grein eins og menn áttu von á.
Á myndinni er ljóst að hann hefur eitthvað átt vantalað við eftirlitsmenn Fiskistofu, sem voru að fylgjast með einum þeirra báta sem þeir hafa haft í einelti að undanförnu, þó ekki þeirm báti sem sést einnig á þessari mynd, því hann var löngu búinn að landa þegar þessi mynd var tekinn. Nú kannski hefur maðurinn verið að benda þeim á að, á hinni bryggjunni var annar að landa og virtist ekkert eftirlit vera með honum, samt væri viðkomandi fyrrum sjómaður trúlega í plássi þar um borð ef hann hefði ekki verið með þetta upphlaup í vetur.

                          Í Njarðvíkurhöfn í gær © mynd Emil Páll, 31. mars 2011