10.01.2011 12:00

Loðnuveiðar um 1980

Á miðnætti í nótt birti ég frábæra myndasyrpu sem Guðjón Ólafsson sendi mér og var tekin um borð í Jóni Finnssyni RE 506 á loðnumiðunum um 1980. Myndaefnið er frá veiðunum á Jóni Finnssyni svo og af öðrum skipum á veiðisvæðinu, þá eru einnig myndir af Jóni Finnssyni á siglingu. Allt um þetta á miðnætti, en hér sýni ég þrjú sýnishorn úr syrpunni, án þess að segja núna nánar frá því sem sést á viðkomandi myndum, en það kemur allt fram er syrpan verður birt í heil sinni í kvöld.

                            - Þá þakka ég Guðjóni Ólafssyni kærlega fyrir sendinguna -


                                              Sjá nánar um miðnætti í nótt
                                                © myndir Guðjón Ólafsson