19.12.2010 00:00

Varðskipið Ægir, dró Fossá til Akureyrar

Af vef Landhelgisgæslunnar:

Varðskipið Ægir dró í vikunni mótorbátinn Fossá ÞH-362 frá Akranesi til Akureyrar. Fossá var fyrrum til veiða á kúfiski en er nú verið að breyta til verkefna fyrir þörungaverksmiðjuna á Reykhólum. Voru þær breytingar hafnar á Akranesi og verður þeim haldið áfram á Akureyri.

Á leiðinni til Akureyrar aftengdi Ægir öldudufl undan Straumnesi og setti belg við legufærin til að forða þeim frá að fara undir ís þar sem nokkur hætta er á ísreki á svæðinu undan Straumnesi.

Mynd af Ægir tekin af Guðmundi St. Valdimarssyni.

15122010_FossaIMG_0278
Mynd Haukur Haraldsson

15122010_FossaIMG_0276
Mynd Haukur Haraldsson

15122010_FossaCIMG1858
Mynd Gunnar Páll Baldursson

15122010_FossaIMG_0233
Mynd Haukur Haraldsson

15122010_FossaIMG_0238
Mynd Haukur Haraldsson