17.12.2010 13:38

Fyrrum útgerðarmaður og sjómaður á fallegasta jólahúsið í Sandgerði

Af 245.is

Umhverfisráð Sandgerðisbæjar veitti viðurkenningu fyrir Jólahús Sandgerðisbæjar 2010 í gær 16. desember.  Í ár var það Stafnesvegur 3 sem hlaut viðurkenninguna en er það hús áberandi vel skreytt og hefur fallega heildarmynd.

Eigandi hússins er Grétar Pálsson.  Auk viðurkenningar fékk Grétar gjafabréf frá Hitaveitu Suðurnesja að verðmæti 20.000 kr.  Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri Sandgerðisbæjar afhenti viðurkenninguna en Guðrún Jóna Jónsdóttir barnabarn Grétars tók við viðurkenningunni fyrir hans hönd.

Í Umhverfisráði eru:

Alda Smith formaður
Elín Frímannsdóttir
Gróa Axelsdóttir

Starfsmaður ráðsins er Birgir Haraldsson deildarstjóri umhverfis- og skipulagsmála Sandgerðisbæjar.


Jólahúsið í Sandgerði í ár var einnig árið 2007  © myndir og texti Lífið í Sandgerði, 245.is

Grétar Pálsson, var m.a. útgerðarmaður og sjómaður á Sæljóma GK 150