30.11.2010 21:09

Tveir frystitogarar Þorbjarnar lönduðu í gær

Af grindavik.is

 
Tveir frystitogarar Þorbjarnar lönduðu í gær  

Frystitogararnir Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 og Hrafn GK 111 sem Þorbjörn hf. gerir út, komu báðir til Grindavíkurhafnar í gær og var mikið að gera hjá löndunargengi fyrirtækisins. Hrafn Sveinbjarnarson landaði 330 tonnum eftir 24. daga veiðiferð og var aflaverðmætið 92 milljónir króna. Hrafn föðurlausi eins og hann er kallaður landaði 430 tonnum eftir 30 daga veiðiferð og var aflaverðmætið 106 milljónir.

Efri myndin sem fylgir þessari frétt var tekin fyrir skömmu af Hrafni Sveinbjarnarsyni. Myndin var tekin um borð í Hrafni föðurlausa.

Þeir eru hressir og kátir strákarnir um borð í Hrafni Sveinbjarnarsyni og var myndin að neðan tekin þar um borð á dögunum og var sett á fésbókina  en áhafnirnar á báðum frystitogurunum halda úti slíkum síðum með nýjustu aflafréttum.