30.11.2010 18:00

Einar Guðmundsson - ,,Einsi á Kefla" látinnNæstkomandi föstudag, fer fram frá Keflavíkurkirkju útför Einars Guðmundssonar skipstjóra, eða ,,Einsa á Kefla" eins og margir þekktu hann. En Einar lést 21. nóvember sl. á 87. aldursári.

Einar var farsæll skipstjóri og oft aflakóngur bæði í Keflavík og eins á Suðurnesjum hér áður fyrr. Þá var hann skipstjóri og eigandi og síðan meðeigandi af nótaskipinu Keflvíkingi KE 100.

Einar lætur eftir sig eiginkonu Ásu Lúðvíksdóttur og fjögur uppkomin börn.

                Blessuð sé minning hans