24.11.2010 16:20

Dóri og Steini

Þorgrímur Ómar Tavsen tók eftir hádegi í dag, símamyndir bæði af Dóra GK 42 og eins Steina GK 45, bæði á síma sinn og eins á síma sem vélstjórinn um borð á og er með 6 sinnum fleiri pixla. Tók hann því myndir af báðum bátunum á sitt hvorn símann og þó ég aðgreini það ekki geta menn velt fyrir sér hvað sé hvað, þ.e. á hvorn símann viðkomandi mynd er tekin. Birtast því hér 7 myndir af hvorum báti eða alls 14 myndir.

                                         - 2622. Dóri GK 42 -                                       - 2443. Steini GK 45 - 
                          
 © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 24. nóv.  2010