23.11.2010 22:24

Stefnið er af Smára ÍS 126

Í framhaldi af mynd birtingu fyrr í kvöld af mynd eftir Guðmund St. Valdimarsson af stefni upp úr sjónum sendi Bjarni Sv. Benediktsson mér þessar tvær myndir ásamt eftirfarandi texta:

Ég var að skoða myndir hjá þér af bát sem er að fara niður og sést eingöngu í stefnið á honum. Ég kannaðist við þetta stefni að ég held og sendi þér myndir af bát sem var á Flateyri í nokkur ár og hét Smári ÍS 126. ef ég man rétt. Báturinn var tekið vel í gegn og endurnýjaður töluvert á þessum tíma skipt um stýrishús og innréttaður uppá nýtt. Önnur myndin af honum er fyrir breytingu þar sem verið að landa úr honum, en hin er þegar að það verið að fara að sjósetja hann eftir lagfæringu, sem tók að því að mig mynnir nokkur ár. Þó svo að ég sé ekki algerlega viss að þetta sé sami báturinn þá er stefnið mjög svipað.


Sendi ég Bjarna kærar þakkir fyrir.


                                           776. Smári ÍS 126, fyrir lagfæringar


              776. Smári ÍS 126, eftir lagfæringar © myndir Bjarni Sv. Benediktsson


     776. Smári ÍS 126, að sökkva í Ísafjarðardjúp 1992 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson