21.11.2010 15:32

Rauðir á sjó, en bláir í landi

Veðurfarslega var sjórinn eins góður og best er á kosið í dag, a.m.k. fyrir þá báta sem róa frá Keflavíkur/Njarðvíkusvæðinu. Engu að síður voru málin þau að af þeim 5 bátum sem eru á netum voru þeir 2 bláu, Happasæll KE 94 og Ósk KE 5 í landi, en þeir rauðu Maron GK 522 og Sægrímur GK 525 voru á sjó og sá fimmti hinn fallegi eikarbátur Keilir SI 145 var einnig á sjó. Vill svo skemmtilega til að allir bátarnir sem voru á sjó tengjast útgerð Hólmgríms Sigvaldasonar.
Hér fyrir neðan birti ég myndir af þeim rauðu og bláu, en varðandi Keilir vísa ég í myndasyrpuna sem ég birti síðustu nótt. Þeir bláu eru við bryggju á myndunum, en þeir rauðu eru að koma að landi í Njarðvík, í þessu líka góða veðri.


                               13. Happasæll KE 94, í höfn í Keflavík í dag


                                     1855. Ósk KE 5, í höfn í Njarðvík í dag

+
                           363. Maron GK 522, kemur að landi í Njarðvík í dag


                          2101. Sægrímur GK 525, kemur að landi í Njarðvík í dag
                                         © myndir Emil Páll, 21. nóv. 2010