20.11.2010 22:06

Keldursvín kom með togara til Eyja

Úr visi.is

Fréttablaðið, 20. nóv. 2010 07:00

Keldusvín kom með togara til Eyja

börnin skoða keldusvínið Hugrún Magnúsdóttir segir börnin í leikskólanum Sóla hafa verið mjög áhugasöm um keldusvínið sem kom í heimsókn til þeirra í gærmorgun. Fuglinn hefur lítið étið en nærðist í skólanum. fréttablaðið/Óskar
börnin skoða keldusvínið Hugrún Magnúsdóttir segir börnin í leikskólanum Sóla hafa verið mjög áhugasöm um keldusvínið sem kom í heimsókn til þeirra í gærmorgun. Fuglinn hefur lítið étið en nærðist í skólanum. fréttablaðið/Óskar

 Börn í leikskólanum Sóla í Vestmannaeyjum fengu óvæntan gest í heimsókn þegar Kristinn Valgeirsson, vélstjóri á frysti­togaranum Vestmannaey VE-444, kom með keldusvín til þeirra í gærmorgun.

"Þau voru mjög glöð og ánægð, fuglinn sprækur en spakur," segir Hugrún Magnúsdóttir leikskólakennari sem sýndi börnunum fuglinn.

Keldusvín verptu hér á árum áður en hættu því þegar mýrar voru ræstar fram og minkastofninn stækkaði. Hreiður keldusvíns fannst síðast hér árið 1963. Einstaka flækingsfuglar sjást annað slagið.

"Þeir lenda stundum hjá okkur flækingarnir og eru þá örmagna," segir Kristinn en keldusvínið fannst í skipinu á miðvikudag.
- jab