20.11.2010 19:00

Viðgerð á Fjöðrinni langt komin

Eins og menn kannski muna þá strandaði þessi bátur sl.sumar við Fuglavík, sem er sunnan við Sandgerði og síðan hefur hann verið í viðgerð hjá Bláfelli í Ásbrú. Kom í ljós að gírinn var ónýtur og meira til og því var notað tækifærið og báturinn gerður alveg upp og um leið gerða smávægilegar breytingar. Gírinn og ný vél er kominn og því fer nú að styttast í að báturinn komist í sjó að nýju.


     Enn á eftir að mála hann og setja niður tæki, áður en viðgerð er búin © mynd Emil Páll, 19. nóv. 2010