17.11.2010 15:48

Glæsileg verkefnastaða hjá Sólplasti - 11 bátar á athafnarsvæði fyrirtækisins

Verkefnastaða bátasmiðjunnar Sólplasts í Sandgerði er all glæsileg þessa stundina, því eigi færri en 11 bátar eru á athafnarsvæði fyrirtækisins, fimm innandyra og 6 utandyra. Sumir eru enn í bið eða geymslu, meðan unnið er í öðrum og eru nokkrir á lokastigi. Þar að auki bíða nokkrir eftir að komast að.og eru því ekki komnir á athafnarsvæðið.
Ýmist eru bátarnir í tjónaviðgerðum, endurbótum eða breytingum.
Hér birti ég tvær myndir sem ég tók í morgun á athafnarsvæðinu af þeim sem eru utandyra, en þar sem sólin var ekki alveg vinur minn þessa stundina, eru þær nokkuð dökkar.


                                        Hér sjáum við fimm bátanna


         Hér sjást allir 6 sem eru á útisvæðinu © myndir Emil Páll, 17. nóv. 2010