17.11.2010 07:00

Örkin RE 31

Jón Páll sendi mér þessa mynd og eftirfarandi upplýsingar um bátinn:

5613, ÖRKIN  RE-31, sm: 1972, ml: 7,73, b: 2,60 m, Br.tonn 4,59, vél Mermaid 40 kw.  Var síðast á skipaskrá 1992, er nú ný upp gerður og flottur inn í Snarfara höfn.
Báturinn var smíðaður 1972 af Kristjáni Nóa Kristjánssyni á Akureyri 1972 fyrir Garðar Jónsson á Bakkafirði og hét þá Jón Valdimarsson NS-123, en Nói þessi smíðaði fjölda báta bæði stóra og smá. það er hægt að fara inn á síðu sem er aba.is og skoða þar trébáta sem smíðaðir eru í Eyjafirði, þeir eru ansi margir.
Nöfn:
Jón Valdimarsson NS-123, Bakkafjörður 09.02.1973
Trausti EA-102, Hauganesi 23.03.1976
Svalan EA-778, Akureyri 04.11.1980
Svalan ÞH-230, Grenivík 11.02.1983
Aldan ÞH-230, Húsavík 28.08.1986
Aldan II ÞH-135, Húsavík 14.11.1991
Aldan GK-232, Sandgerði 25.05.1992
Örkin RE-31, Reykjavík 25.06.2010 


               5613. Örkin RE 31, í Snarfarahöfn © mynd Jón Páll, 14. nóv. 2010