12.11.2010 16:22

Happ KE 94 ( á að vera Happi KE 95)

Þó liðinn sé tæpur mánuður síðan 1767. Happasæll KE 94 var skráður Happi KE 95, virðist útgerðin vera sein á sér að skipta um merkingar á bátnum og svo er þeir hófu verkið án þess að klára það virðast þeir eitthvað hafa verið að spara málninguna því á bátnum hefur verið nú í nokkrar vikur merkingin: Happ KE 94, eins og sést á þessari mynd, sem ég tók í dag og raun tók ég eins mynd fyrir nokkrum vikum án þess að birta þá.


      1767. Happ KE 94, en á að vera Happi KE 95, í Keflavíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 12. nóv. 2010