11.11.2010 12:39

Mikil alda, en þó einn á sjó

Hér birti ég fjórar brælumyndir sem ég tók í morgun en aldan skall á land. En sem betur fer eru flestir bátar í landi, en þó frétti ég af einum netabáti sem fór í róður þrátt fyrir veðrið.
  Tvær efstu myndirnar eru teknar yfir Stekkjarhamar og inn í Njarðvík. Sú þriðja er frá Vatnsnesi og yfir Básinn og niður í Keflavík. Sú fjórða sýnir hinsvegar aðra hlið, en sú mynd sem ég tók á Vatnsnesi sýnir er aldan kemur í átt til mín og því séð inn í pusið © myndir Emil Páll, 11. nóv. 2010