10.11.2010 13:04

Haförn ÞH 26 verður Ási ÞH 3

Eikarbáturinn Haförn ÞH 26, fékk skráð á sig nafnið Ási ÞH 3, þegar keyptur var stálbátur sem fékk Hafarnarnafnið. Enn er sá eldri þó merktur gamla nafninu og stendur hann uppi í slippnum á Akureyri eins og sést á þessum myndum sem Jóhannes Guðnason, öðru nafni konungur þjóðveganna tók af honum fyrir nokkrum dögum.


      1414. Haförn ÞH 26, sem heitir þó í raun Ási ÞH 3, í slippnum á Akureyri © myndir Jóhannes Guðnason, 5. nóv. 2010