09.11.2010 18:00

Víkingur og Skessuhellir

Hér sjáum við Víking KE 10 koma nú undir kvöld inn í Grófina, frá því að leggja skötuselsnetin og siglir hann þar með fram hjá Skessuhellir. Aðal vandamálið við þessa myndatöku var að í raun var orðið of dimmt til að taka myndir, en það tókst með að stilla vélina þannig, en um leið kom það aðeins niður á gæðum myndanna sem urðu of yfirlýstar og fógusinn slappari, nema á þeirri efstu.


         Þetta er flott uppstilling, 2426. Víkingur KE 10 siglir fram hjá Skessuhellir
                                             © myndir Emil Páll, 9. nóv. 2010