06.11.2010 11:42

Berglín: Rak hælinn niður og þyrlaði grjóti yfir skrúfuna

Miðað við skemmdir á togaranum Berglín, virðist ljóst að þegar verið var að bakka frá bryggjunni í Bolungarvík í fyrradag, hafi stýrishællinn rekist í skerið eða klettinn og þannig hafi togarinn strandað. Við það hafi grjót losnað og þyrlast upp í skrúfuna og stórskemmt hana. Eins og sáust á myndunum sem ég birti í gær og þeim sem ég tók í morgun og birti nú, eru nánast öll skrúfublöðin stólskemmd, en eitt þeirra þó sloppið betur en hin. Smávægilegar skemmdir eru einnig á hælnum, en þó óvíst hvort við þá skemmd þurfi að gera við, stýrið og skrúfuhringurinn virðist alveg hafa sloppið sem staðfestir að tjónið hafi orðið með þeim hætti sem sagt er hér frá.


      Skrúfan á 1905. Berglín er stórskemmd © myndir Emil Páll, í morgun 6. nóv. 2010