05.11.2010 12:15

Berglín tók niðri á Bolungarvík - komin til Njarðvíkur

Skuttogarinn Berglín GK 300 frá Garði sem tók niðri í Bolungarvíkurhöfn í gær, kom til Njarðvíkur um kl. 12 á hádegi, þar sem togarinn mun fara í slipp eftir að hafa landað. Berglín hafði komið inn til Bolungarvíkur með slasaðann skipverja þegar óhappið varðog var að fara frá bryggju þegar það bakkaði upp á klett sem er utan við höfnina. Töluverðar skemmdir munu hafa orðið á skrúfubúnaði skipsins, en þó ekki svo að það geti ekki siglt fyrir eigin vélarafli. Kafað var undir skipið fyrir vestan og það skoðað og í framhaldi af því var tekin ákvörðun um að sigla því suður til Njarðvíkur í slipp til viðgerðar. Skipverjinn sem slasaðist mun ekki vera alvarlega slasaður, en hann hafði klemst á hendi við vinnu við hlera. Tók ég þessa myndasyrpu núna áðan er togarinn kom til Njarðvíkur núna áðan.


                              1905. Berglín GK 300, rétt utan við Njarðvíkurhöfn


                                  Togarinn kemur fyrir sjóvarnargarðinn
                          Hér er Berglín komin inn undir bryggju í Njarðvík


          Þessi skemmtilega mynd sýnir þegar búið er að snúa togaranum og hann er að bakka að garðinum þar sem landað verður © myndir Emil Páll, 5. nóv. 2010