04.11.2010 23:38

Venus HF í drætti til Ísafjarðar

Venus HF 519. Ljósm: Kristján Maack.
Venus HF 519. Ljósm: Kristján Maack.
Skuttogarinn Venus HF 519 frá Hafnarfirði varð vélarvana út af Hælavíkurbjargi snemma í morgun. Kanadíski togarinn Labrador Storm, sem gerður er út frá Nýfundnaland, er nú með Venus í togi og á leið til Ísafjarðar. Theodór R. Theodórsson, hafnsögumaður á Ísafirði segir að tilkynning um vélarbilun Venusar hafi borist frá Landhelgisgæslunni í morgun en hann á ekki von á að togarnir komi til hafnar fyrr en um miðnætti hið fyrsta

Kom þetta fram á bb.is