04.11.2010 17:41

Tveir rauðir í kappsiglingu til hafnar

Halda mætti að tveir af bátum í eigu Grímsness ehf., væru í kappsiglingu til Njarðvíkur í dag. Annar þeirra Maron GK var þó mun lengra úti en hinn, en þar sem hann er gangbetri dró hann Sægrím GK uppi hægt og hægt þó svo að Sægrímur kæmi samt að lokum á undan í höfn.

Þar sem Sægrímur er í þessari umfjöllun við ég nota tækifærið og benda Steina á, að þó svo að hann hafi mikið verið í nöp við þann bát og aðallega vegna þess hversu oft hann sást á mynd, er ástæðan einföld. Fram að þessu hafa nú í haust aðeins verið gerðir út 3-4 stálbátar á Keflavíkur- Njarðvíkursvæðinu og því voru þeir oft myndaðir allir, enda ekki alltaf heimagengt í önnur bæjarfélaög eftir myndaefni. Hitt er síðan annað að hvorki Steina né öðrum kemur það við hvaða báta ég tek myndir af, né heldur hvaðan ég fæ myndirnar. Ef viðkomandi líkar ekki við það efni sem er á síðunni, þá er það sjálfsögð kurteisi að hætta að heimsækja frekar síðunar en að vera með endalaust skítkast og stæla.


              363. Maron GK 522 nálgast 2101. Sægrím GK 525, á Stakksfirði í dag
                        Á þessum myndum sést að Maron dregur á Sægrím


   Þegar Sægrímur er að komast að bryggju, kemur Maron inn fyrir sjóvarnargarðinn, þannig að ekki var mjög langt á milli þeirra þarna í lokin.


                    Hér er Sægrímur kominn að bryggju og Maron að nálgast hana
                                           © myndir Emil Páll, 4. nóv. 2010