04.11.2010 09:38

Slysavarnadeildin Þorbjörn 80 ára

Í fyrrakvöld var haldinn hátíðar-aðalfundur Slysavarnardeildarinnar Þorbjörns í Grindavík, en þann dag átti deildin einmitt stór afmæli þ.e. 80 ára. Af því tilefni verða ýmsar uppákomur nú á laugardag, en meðfylgjandi myndir tók Kristinn Benediktsson á fundinum. Þess ber að geta að stjórnin var öll endurkjörin á fundinum.


                                         Bogi Adolfsson formaður í ræðustól


                           Fyrsta fundargerðarbókin lá frammi á fundinum
Stjórn Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Efri röð f.v.: Hlynur Helgason, Smári Þórólfsson, Björgvin Björgvinsson, Þórdís Guðjónsdóttir og Ólafur Ingi Jónsson.
Neðri röð f.v. Otto Rafn Sigmarsson, Bogi Adolfsson, Guðbjörg Eyjólfsdóttir og Jón Valgeir Guðnason
.        -    Myndir Kristinn Benediktsson, 2. nóv. 2010   -