07.10.2010 20:01

Sægrímur GK 525

Nú í haust hafa leiguliðar á skötusel að mestu verið í landi, þar sem leiguverðið var of hátt að þeirra dómi. Þó hóf Sægrímur GK 525 aftur veiðar, en nú er hann búinn að taka upp og kominn til Njarðvíkur, en báturinn var gerður út frá Rifshöfn meðan skötuselsveiðar stóðu yfir. Landaði hann í dag um 10 körum af skötusel og eitthvað smávegis af öðrum fisktegundum. Tók ég þessa myndasyrpu af bátnum er hann kom til Njarðvíkur upp úr kl. 16 í dag.


        2101. Sægrímur GK 525, í Njarðvík í dag © myndir Emil Páll, 7. okt. 2010