03.10.2010 11:50

Birta og Röstin

þessir tveir bátar voru til skammstíma í eigu sömu útgerðar TT Luna, (ath. þetta er ekki prentvilla Luna ekki Lúna), en nú hefur Birta verið eins og áður hefur komið fram hér á síðunni verið seld til Grenivíkur þar sem hún fær nafnið Víðir. En Röstin hefur verið tilbúin til veiða í um mánuð, en af einhverjum ástæðum ekki farið ennþá.       1430. Birta VE 8 og 923. Röstin GK 120, í Njarðvíkurhöfn © myndir Emil Páll, 1.okt. 2010