30.09.2010 20:00

Fleiri tréskip en stálskip í Njarðvík í kvöld

Sú staða er nú í Njarðvík að þar eru við bryggju og í slipp fleiri tréskip en stálskip, þ.e. 12 tréskip en 11 stálskip. Það merkilega er að tréskip hafa verið á undanhaldi og því sjaldgæft þó svona sé staðan nú í kvöld, en mikið af þessum tréskipum eru ekki með haffærisskírteinu, en sé allt talið er staðan sú að í höfninni eru 8 stálskip á móti 7 tréskipum, á útisvæði í slippnum eru 3 stálskip á móti jafn mörgum tréskipum, en inni í húsinu í slippnum eru tvö skip, bæði tréskip.

Tréskipin sem eru bæði í höfninni og slippnum eru: Lára Magg, Stormur, Lena, Álftafell, Röstin, Birta, Breki, Sigurvin, Sæljós, Halldór Jónsson, Gunnar Hámundarson og Skvetta.
Stálskipin bæði í höfninni og slippnum eru: Maron, Seigur, Ósk, Brettingur, Erlingur, Jón Oddgeir, Selur, Blíða, Gerður, Tony og Steinunn Finnbogadóttir.

Hér koma myndir af tréskipunum, en sökum birtu eru þær frekar dökkar, en það verður bara að hafa það, en þær eru teknar um kl. 18 í kvöld.


                      619. Lena Magg, 586. Stormur, 1396. Lena og 1195. Álftafell


                                     733. Breki, 1430. Birta og 923. Röstin


     540. Halldór Jónsson, 1249. Sigurvin og 467. Sæljós © myndir Emil Páll, 30. sept. 2010
       Þau tvö tréskip sem eru inni í húsinu sem sést á neðstu myndinni eru: 500. Gunnar Hámundarson og 1428. Skvetta