18.09.2010 10:30

Antarctic Dream farið frá Keflavík

Skemmtiferðaskipið Antarctic Dream sem kyrrsett var í Keflavíkurhöfn af Alþjóðasiglingastofnuninni,
fór frá Keflavík snemma í morgun, en þá hefur verið búið að gera það við í skipinu að kyrrsetningunni var létt. Nú á tíunda tímanum í morgun var það statt út af Reykjanesi.

Þó þessi mynd sem birtist hér, sé tekin af skipinu í einni af ferðum sínum á norrænar slóðir, stóð til að suðrænar slóðir yrðu þeir staðir sem skipið myndi sigla um í vetur.


            Antarctic Dream, á norrænum slóðum © mynd Antarctic Shipping S.A.