14.09.2010 12:37

Von GK 22 - alltaf sama staðan

Nú birti ég í fjórða sinn á nokkrum mánuðum myndir af þessum báti og alltaf er sama staðan, þ,e, hann er mun lægri að framan en að aftan. Þannig var þegar ég tók fyrstu myndirnar af honum koma inn til hafnar í Sandgerði, sama var er hann lá í Njarðvíkurhöfn og eins í Grófinni. Þá virðist það sama vera gerast þegar báturinn er kominn upp á land í kerru.


                  Von GK 22, í Njarðvík í morgun © mynd Emil Páll, 14. sept. 2010