07.09.2010 11:49

Líf glennt í sundur

Eins og ég hef sagt frá áður hér á síðunni er verið að lengja Líf GK 67 um 1.20 m. hjá Sólplasti ehf. í Sandgerði. Tók ég þessar myndir í morgun og sýna þær að búið er að skera bátinn í sundur og glenna þannig að það sést hvar nýja viðbótin kemur og hversu stór hún verður.


               7463. Líf GK 67, hjá Sólplasti í morgun © myndir Emil Páll, 7. sept. 2010