03.09.2010 09:01

Aska frá Eyjafjallajökli og nágrenni skemmir útsýnið

Víða á Suðurnesjum s.s. í Njarðvíkurhöfn og nokkrum öðrum stöðum er eins og ekki sé enn farið að birta og því lítið skyggni til myndatöku, sést það á myndinni sem ég tók í morgun um kl. 8, en hún er svo dökk að ekkert er gaman að henni. Jafnframt tók ég tvær myndir í átt að jöklinum séð frá Helguvík.


                       Þessi er tekin þegar á að vera orðið albjart, en svo er ekki
                                         © myndir Emil Páll, 3. sept. 2010