31.08.2010 22:43

Breki gerður klár til að hvolfa og sökkva í Djúpið

Breki VE 503 eins og Reynir GK heitir nú, eftir að hann fékk stórt hlutverkið í nýju kvikmyndinni Djúpinu, sem byggist að stórum hluta á Helliseyjarslysinu, hefur nú síðustu daga verið undirbúinn fyrir að hvolfa og sökkva í sæ, en það mun gerast í Helguvík. Undirbúningurinn felst m.a. í því að fjarlægja ýmis spillingarefni þ.á.m. olíuna og síðan hafa ýmsir fengið að nýta ýmislegt úr bátnum sem mun skemmast er honum verður sökkt. Áætlað er að þó hann sökkvi í myndinni, verði honum náð strax upp, en fargað endanlega í framhaldi af því.
   Mikið er um að vera í kring um Breka, í Njarðvikurhöfn © myndir Emil Páll, 31. ágúst 2010