31.08.2010 21:12

Vélstjóri, stýrimaður og skipstjóri

Þessa þrjá greip ég í sumar á bryggju í Njarðvíkurhöfn þar sem skip þau sem þeir starfa á voru við bryggju. Ekki eru þeir úr sömu áhöfninni, heldur af tveimur bátum Drífu SH 400 og Sægrími GK 525. Af Drífu eru það Jóhann Sigurbergsson, vélstjóri og Kristinn Pálmason, skipstjóri og af Sægrími er duglegi myndatökumaðurinn okkar hann Þorgrímur Ómar Tavsen, sem er stýrimaður þar um borð. Þar sem ég hafði ekki myndavélina meðferðist tók ég þessa mynd á símann minn.


         F.v. Jóhann Sigurbergsson, vélstjóri á Drifu SH 400, Þorgrímur Ómar Tavsen, stýrimaður á Sægrími GK 525 og Kristinn Pálmason, skipstjóri á Drífu SH 400 © símamynd Emil Páll, í júlí 2010