06.08.2010 09:37

Strandveiðarnar: D-svæði opið eitthvað lengur

Frá og með 9. ágúst 2010 eru strandveiðar bannaðar á svæði A, frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps og svæði B, frá Strandabyggð til Grýtubakkahrepps. Þá eru strandveiðar bannaðar frá og með 10. ágúst á svæði C, frá Þingeyjarsveit til Djúpavogshrepps
Engin tilkynning hefur komið um D-svæðið og því virðist það vera opið eitthvað lengur, enda voru aflabrögð fremur léleg nú síðustu daga á því svæði, en mikið æti virðist vera í sjónum á miðum a.m.k. þeirra sem róa frá Suðurnesjum.