25.06.2010 18:51

Vinur GK 96 kominn úr endurbótum og lengingu

Í dag var Vinur GK 96 sjósettur í Sandgerði eftir endurbætur og lengingu hjá Sólplasti ehf. í Sandgerði, en báturinn stórskemmdist í bruna í Grófinni í Keflavík 30. júlí 2009. Við tækifærið var báturinn lengdur um 1,20 metra og er því 9,90 m. að lengd. Sigldi báturinn strax yfir í Grófina og tók ég þessar myndir af honum þegar hann var kominn þar að bryggju.
             2477. Vinur GK 96, í Grófinni, Keflavík © myndir Emil Páll, 25. júní 2010