31.05.2010 19:34

Sigurvin GK 51 og Sigurvin GK 51

Alls hafa fjórir bátar borið nafnið Sigurvin GK 51 og hér birti ég myndir af tveimur þeirra og segi einnig sögu viðkomandi báta.


                         1453. Sigurvin GK 51, í Sandgerðishöfn


    1453. Sigurvin GK 51 í Sandgerðishöfn


                    1881. Sigurvin GK 51, í Njarðvíkurhöfn
                                     © myndir Emil Páll

1453.

Smíðanúmer 4 hjá Básum hf., Hafnarfirði 1976

Slitnaði upp 10. febrúar 1989 í höfninni á Bakkafirði, rak upp í garðinn og sökk. Náð upp aftur.

Afskráður 22. mars 2004 og átti að fara á sjóminjasafn. Gerður upp á Neskaupstað og sigldi síðan til áframhaldandi viðhalds til Stöðvarfjarðar 12. apríl 2010

Nöfn: Aldan Re 327, Þerna NS 113, Sigurvin GK 51, Seifur NS 123, Seifur NS 923, Kambavík SU 24, Haförn HU 4, Harpa GK 111 og Jón Björn NK 111,1881.

Plastbátur framleiddur hjá Stigsfjord AB í Svíþjóð og fullnaðar frágangur hjá Knörr hf., Akranesi 1988.

Nöfn:  Sigurvin GK 51, Sigurvin SU 24, Sigurvin SU 240 og núverandi nafn: Sigurvin SU 380.