31.05.2010 13:46

Skúmur RE 90

þessi innlenda smíði var til í rúm 30 ár og bar í raun alltaf sama nafnið og númerið þó hann hafi síðustu tvö árin verið skráður með annað númer


                              1151. Skúmur RE 90 © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 24 hjá Bátasmíðastöð Jóhanns L. Gíslasonar, Hafnarfirði 1971. 

Frá því í mars 2001 og þar til hann var fargað í júní 2003 stóð hann uppi í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, en þessi ár hafði hann skráninguna GK 191, en allan tímann fram að því var hann með nr. RE 90.

Nöfn Skúmur RE 90 og Skúmur GK 191