31.05.2010 00:00

C.S. Forester H 86 / Rán HF 342 / Dagstjarnan KE 3 / Sólbakur EA 305

Hér er á ferðinni einn af frægari landhelgisbrjótum breta, sem síðar komst í eigu íslendinga og endaði að lokum í pottinum. Allt um það fyrir neðan myndirnar sem eru af skipinu undir öllum nöfnunum, eða nánast því.


      C.S. Forester H 86 © mynd J.K. Byass, The Fleetwood Motor Trawler Gallery


             C.S. Forester H 86 © mynd Trawler Gallery - Hull Motor Trawler


                                C.S. Forester H 86 © mynd Trawler Photos


                        1558. Rán HF 342 © mynd í eigu Emils Páls


                       1558. Dagstjarnan KE 3 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                  1558. Dagstjarnan KE 3, í Keflavík © mynd Emil Páll


                     1558. Dagstjarnan KE 3 © mynd Shipspotting, Patric Hill


                                 1558. Dagstjarnan KE 3 © mynd Þór Jónsson


                      1558. Sólbakur EA 305 © mynd Snorrason

Smíðanúmer 1015 hjá Charles D. Holmes & Co Ltd, Beverley, Englandi 1969. Keyptur hingað til lands 11 ára gamall og kom til Hafnarfjarðar 4. maí 1980.

Sem C.S. Forester var skipið eitt hið frægasta aflaskip Breta á tímum Landhelgisdeilunnar um 300 mílurnar. Lenti skipið m.a. í skothríð við ísl. varðskip og kom gat á togarann í þorskastríðinu. Þá sigldi það udnir stjórn hins alræmda landhelgisbrjóts Taylors, sem eitt sinn strauk frá landi með íslenska lögreglumenn um borð.

Ævintýramaðurinn Sigurður heitinn Þorsteinsson ætlaði að kaupa togarann og gera hann að hvalvinnsluskipi, en málin gengu ekki upp hér heima og hvarf Sigurður frá, 20 dögum síðar, en hann var þá kominn með áhöfn til Akureyrar að sækja skipið.

Úreldur 15. desember 1992. Ds. Hvanneyrin dró hann til Írlands í brotajárn. Lögðu skipin frá Akureyri 4. júli 1993 og höfðu viðkomu í Keflavík og fóru þaðan 7. júlí 1993.

Nöfn: C.S. Forester H 86, Rán HF 342, Dagstjarnan KE 3, Sólbakur EA 305, Sólbakur II EA 305 og aftur Sólbakur EA 305.