17.05.2010 20:27

Geir Goði RE - Hafdís GK - Baddý GK í Hafnarfirði í dag

Þessir þrír bátar sem lágu saman í Hafnarfirði síðdegis í dag hafa komið mikið við sögu hér á síðunni. Varðandi Hafdís og Baddý, nægir að nefna frásögn síðan í morgun, sem er hér á síðunni. En varðandi Geir Goða þá var hann tekinn upp í Njarðvikurslipp í vetur, ansi gróinn að neðan og síðan var þar framkvæmd viðhald á þeim hluta sem að jafnaði er undir sjólínu. En í síðustu viku var hann dreginn til Hafnarfjarðar, þar sem hafin er viðgerð á því sem eftir er svo og á stýrishúsinu, en við þykktarmælingu á bátnum var stýrishúsið það eina sem ekki stóð þá mælingu.   1115. Geir Goði RE 245, 2400. Hafdís GK 118 og 2545. Baddý GK 116, í Hafnarfjarðarhöfn síðdegis í dag © myndir Emil Páll, 17. maí 2010