17.05.2010 11:29

Fögur fyrirheit svikin - Baddý GK 116 og Hafdís GK 118 skilað til Hafnarfjarðar

Í morgun átti sér stað hálfgerð sorgarathöfn í Sandgerði er Baddý GK 116 og Hafdísi GK 118 var siglt út úr höfninni og til Hafnarfjarðar.

Gerðist þetta þar sem menn sáu að fögur fyrirheit væri marklaus og bankakerfið stæði ekki við að heimila kaup á Baddý þrátt fyrir þrýsting frá sveitarstjórnum, pólitíkusum o.fl.

Eins og flestir muna þá var þrotabú útgerðarfélagsins Festis selt á einu bretti til Bolungarvíkur, án þess að gefa fjársterkum aðilum hér syðra möguleika á að kaupa. Þegar þetta gerðist var gefin út yfirlýsing um að þrjú skipanna yrði seld en önnur yrðu gerð áfram út frá Hafnarfirði og engum yrði sagt upp. Annað kom upp á borðið, tvö skipana voru seld annað til Grindavíkur en hitt til Neskaupstaðar, en það þriðja Hafdís var bundin við bryggju í Sandgerði.

Eitt þeirra skipa sem sagt var að yrði áfram í útgerð var Baddý, en áhöfninni var sagt þar upp störfum og þrátt fyrir mikinn þrýsting eins og áður segir að kaupa þann bát, hafa engin loforð fengist um það.

Þegar þessi staða var komin upp ákváðu forráðamenn þessara tveggja báta sem legið hafa í Sandgerði að sigla þeim báðum til Hafnarfjarðar og í raun skila þeim þangað. Það gerðist í morgun og tók é þá þessar fjórar myndir, er bátarnir sigldu út úr Sandgerðishöfn.
    2545. Baddý GK 116 og 2400. Hafdís GK 118, yfirgefa Sandgerði í morgun og sigla til Hafnarfjarðar þar sem þeim var skilað © myndir Emil Páll, 17. maí 2010