17.05.2010 08:31

Ostankino og Bootes

Klukkan 8 í morgun voru í sólinni tvö skip áberandi úti á haffletinum, séð frá Vatnsnesi og þó þau væru langt frá mér og ég væri aðeins með mikla 200 mm soomlinsu ákvað ég að smella af þeim báðum og í öðru tilfellinu hafði ég sementreykinn af Akranesi með á myndinni. Birti ég því hér myndir af báðum skipunum sem eru rússnesk og á leið til Hafnarfjarðar og samkvæmt AIS eru þetta Ostankino og Bootes og í leiðinni birti ég mynd af því fyrrnefnda af MarineTraffic.


                         Ostankino t.v. og sementreykurinn á Akranesi til hægri


                   Ostankino © mynd MarineTraffic, Yakubenko Eduard


              Bootes, en það sást ekki eins vel © myndir Emil Páll, 17. maí 2010