16.05.2010 10:01

Hjördís GK 32

Í rúm 50 ár var þessi bátur í útgerð og hélt alltaf sama nafninu, en mismundani skráninganúmerum. Þetta er ein af dísunum frá Ísafirði, en honum hvoldi og sökk 1990.


                              570. Hjördís GK 32 © mynd úr Árbók SLVÍ

Smíðanúmer 12 hjá Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernhardssonar, Ísafirði 1939, eftir teikningu Bárðar G. Tómassonar. Smíðasamningur var undirritaður 28. maí 1938 og bátnum hleypt af stokkum 27. desember 1939. Hvoldi og sökk eina til eina og hálfa sjómílu út af Stafnesi 23. mars 1990.

Nöfn: Hjördís ÍS 70, Hjördís TH 105, Hjördís ÞH 105, Hjördís GK 294 aftur Hjördís ÞH 105, Hjördís GK 32 og Hjördís KE 133.