16.05.2010 09:28

Svanur II EA 517

Hér er á ferðinni Akureyrarsmíði sem var til frá 1939 til 1975. en að lokum tók fúinn völdin.


  809. Svanur II EA 517 © mynd Emil Páll

Smíðaður í skipasmíðastöð Gunnar Jónssonar á Akureyri 1939. Dæmdur ónýtur 8. des. 1975 vegna tjóns og fúa.

Alpha vél bátsins var fyrsta díselvélin í þilfarsbáti á Dalvík.

Nöfn: Leifur Eiríksson EA 627, Leifur Eiríksson SU 31, Arnarey SU 31, Baldur KE 97, Svanur II EA 517, Svanur II SH 36 og Svanur II BA 61.