13.05.2010 09:25

Fram KE 105

Hér kemur einn af ekta Bátalónsbátunum og var þessi smíðaður 1972 og endaði á brennu 20 árum síðar. Þennan tíma bar hann alltaf sama nafnið, þrátt fyrir að vera oft seldur milli útgerðamanna og var því frá Keflavík, Sandgerði, Grenivík og Njarðvík á þessum tíma.


                         1271. Fram KE 105 © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 407 hjá Bátalóni hf., Hafnarfiðri 1972. Lagt í september 1989, úreldaður 6. apríl 1982 og brenndur á áramótabrennu ofan við Innri-Njarðvík 31. desember 1992.

Upphaflega smíðaður fyrir útgerðarmann í Ólafsvík, en sá hætti við og seldi bátinn rétt áður en hann var tilbúinn.

Bar aðeins þetta eina nafn: Fram KE 105.