12.05.2010 20:21

Kolbrunninn löggubátur

Inni á gólfi hjá Sólplasti ehf., í Sandgerði stendur nú kolbrunninn harðbotnabátur, eins og margar björgunarsveitir hafa yfir að ráða. Þessi bátur var í upphafi notaður fyrir lögregluna, en komst síðan í eigu Árna Kópssonar kafara og geymdi hann bátinn í gömlu loðnuverksmiðjunni í Sandgerði og þar var hann þegar mikill eldur kom þar upp í vetur og eftir að eldurinn hafði verið slökktur voru flestir á því að báturinn væri ónýtur. Þeir hjá Sólplasti eru ekki sama sinnis og ætla nú að gera hann upp, því þeir segja að stutt sé í rauða þykka plastið og því verður báturinn gerður upp þarna. Hér fyrir neðan eru tvær myndir sem ég tók af bátnum eins og hann leit út í gærkvöldi hjá Sólplasti. En nánar um bátinn hef ég engar upplýsingar hvorki um nafn, skípaskrárnúmer né annað.
    Brunarústirnar sem einu sinni var löggubátur og verður endurbyggður hjá Sólplasti © myndir Emil Páll, 11. maí 2010