12.05.2010 13:48

Hrafnreyður KÓ 100

Nýverið birti ég myndir sem Gunnar Th. tók fyrir mig að nýja hrefnuveiðiskipi Hrefnuveiðimanna, sem ég hafði fregnað að myndi heita Hrefna KÓ 100. Nú er komið í ljós að það mun heita Hrafnreyður KÓ 100, samkvæmt mbl. is í dag. Þá er litur þess, sá dökk grái sem sést á myndum Gunnars og birtum við hér eina af þeim, en þær birtust hér á síðunni 6. maí sl.


     1324. Hrafnreyður KÓ 100, í Kópavogshöfn, en hann fer á veiðar nú um helgina, fullmálaður í þessum dökkgrá lit © mynd Gunnar Th. 5. maí 2010

Skip þetta bar áður nöfnin. Ottó Wathne NS 90, Bjarni Gíslason SF 90, Bjarni Gíslason VE 30, Valur ÍS 18. Skipið var smíðaða á Seyðisfirði 1973.